Völlurinn: Eiður hrifinn af Man Utd (myndskeið)

Eiður Smári Guðjohnsen var hrifinn af baráttuandanum sem leikmenn Manchester United sýndu gegn Fulham á föstudagskvöldið. Eiður Smári, Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson fóru yfir leikinn í Vellinum.

„Þetta á náttúrulega ekki að koma manni á óvart en það sem stóð upp úr í leiknum var viljinn sem liðið sýndi í leiknum. Þó að ekki allt gengi fullkomnlega upp þá sýndu þeir mikla áræðni og hærra orkustig“, sagði Eiður meðal annars.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert