Daninn skiptir á milli félaga á Englandi

Joachim Andersen er á leiðinni til Fulham.
Joachim Andersen er á leiðinni til Fulham. AFP/Ben Stansall

Danski landsliðsmaðurinn Joachim Andersen er á leiðinni til Fulham frá Crystal Palace, en bæði félög leika í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá en samkvæmt honum mun Fulham greiða Crystal Palace 30 milljónir punda fyrir Danann. 

Andersen er 28 ára gamall miðvörður sem lék áður með Fulham á láni frá Lyon. Hann hefur verið leikmaður Palace í þrjú ár og spilað 113 leiki fyrir félagið. 

Þá á hann að baki 36 landsleiki fyrir Danmörku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert