Keyptu framherja fyrir metfé

Georginio Rutter (t.v.) fagnar marki í leik með Leeds United.
Georginio Rutter (t.v.) fagnar marki í leik með Leeds United. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Brighton & Hove Albion hefur fest kaup á franska sóknarmanninum Georginio Rutter frá Leeds United.

Brighton virkjaði kaupákvæði í samningi Rutter og greiðir fyrir hann 40 milljónir punda, jafnvirði 7,1 milljarðs íslenskra króna.

Hefur Brighton aldrei áður greitt jafnháa upphæð fyrir leikmann. Brighton leikur í úrvalsdeildinni en Leeds í B-deildinni.

Rutter er 22 ára gamall og skrifaði undir fimm ára samning við Brighton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert