Nýliðarnir fá miðjumann Napoli

Jens Cajuste.
Jens Cajuste. Ljósmynd/Svenskfotboll

Nýliðar Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samið við sænska miðjumanninn Jens-Lys Cajuste um að leika með liðinu að láni frá ítalska félaginu Napoli.

Lánssamningurinn gildir út nýhafið tímabil en Ipswich tapaði fyrsta leik sínum í deildinni á heimavelli gegn Liverpool, 0:2, á laugardag.

Cajuste er 25 ára gamall og lék 35 leiki í öllum keppnum fyrir Napoli á síðasta tímabili, hans fyrsta á Ítalíu.

Áður hafði miðjumaðurinn leikið með Reims í frönsku 1. deildinni, Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Örgryte í sænsku B-deildinni.

Cajuste hefur leikið 23 landsleiki fyrir A-landslið Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert