Orðaður við United en læknisskoðun í Lundúnum

Sander Berge í leik með norska landsliðinu.
Sander Berge í leik með norska landsliðinu. AFP/Andy Buchanan

Norski knattspyrnumaðurinn Sander Berge er á leið í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham en hann kemur til félagsins frá Burnley.

Fulham og Burnley hafa komist að samkomulagi um 25 milljón punda kaupverð á miðjumanninum.

Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Fulham fær til sín í sumar á eftir Emile Smith Rowe, Jorge Cuenca og Ruan Sessegnon.

Berge lék 37 leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins niður í B-deildina.

BBC greinir frá að Manchester United hafi einnig sýnt Berge áhuga. Hann hefur einnig leikið með Sheffield United á Englandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert