Vill halda Sterling

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP/Justin Tallis

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, kveðst vilja halda enska sóknarmanninum Raheem Sterling innan raða liðsins þrátt fyrir að hann hafi ekki verið í leikmannahópnum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Sterling var ekki í hópnum í 0:2-tapi fyrir gömlu félögum hans í Manchester City.

Gaf talsmaður Sterlings út yfirlýsingu stuttu áður en leikurinn hófst á sunnudag þar sem kallað var eftir útskýringum á því hvers vegna hann hafi ekki verið með.

Af þessum sökum er talið að Sterling sé einn af þeim leikmönnum sem Chelsea muni losa sig við áður en félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað í lok mánaðarins.

„Ég vil halda Raheem Sterling en ég vil hafa alla 40 leikmennina sem við erum með. Það er ekki pláss fyrir þá alla. Sumir þeirra munu yfirgefa okkur.

Ef leikmenn vilja spila fyrir okkur munum við reyna að halda þeim en það hefur engin ákvörðun verið tekin,“ sagði Maresca á fréttamannafundi, spurður út í stöðuna á Sterling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert