Portúgalski knattspyrnumaðurinn Pedro Neto verður númer sjö hjá Chelsea á þessari leiktíð.
Enskir miðlar greina frá en Neto gekk til liðs við félagið fyrr í sumar.
Það vekur athyli að sjöan er númer Raheem Sterling, sem er enn hjá félaginu.
Enzo Maresca, nýi knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ráðlagt Sterling að finna sér nýtt félag.