Liverpool selur annað ungstirni

Bobby Clark í bikarleik gegn Southampton á síðustu leiktíð.
Bobby Clark í bikarleik gegn Southampton á síðustu leiktíð. AFP/Paul Ellis

Enski miðjumaðurinn Bobby Clark hefur gengið til liðs við Red Bull Salzburg frá Liverpool. Pep Lijnders, fyrrverandi aðstoðarmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool, er knattspyrnustjóri Salzburgarliðsins.

Clark er nítján ára gamall og lék fjórtán leiki fyrir aðallið Liverpool og skoraði eitt mark í Evrópudeildinni fyrir félagið. Kaupverðið er talið vera tíu milljónir punda. Liverpool fær prósentur af næstu sölu leikmannsins ásamt tækifæri til að jafna öll tilboð sem samþykkt verða í leikmanninn í framtíðinni.

Liverpool hefur ekki enn keypt leikmann í aðalliðið í sumar en selt Fabio Carvalho til Brentford og nú Clark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert