Rekinn frá breska ríkisútvarpinu vegna ásakana

Jermaine Jenas.
Jermaine Jenas. AFP/Catherine Ivill

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jermaine Jenas hefur verið rekinn frá breska ríkisútvarpinu, BBC, vegna ásakana um óviðeigandi hegðun.

Jenas hefur verið kynnir í spjallþættinum The One Show og unnið sem sparkspekingur í knattspyrnuþættinum Match of the Day, þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar.

Á heimasíðu BBC segir að samningi Jenas hafi verið rift fyrr í vikunni vegna ásakana um óviðeigandi hátterni á vinnustað.

Var Jenas sakaður um að hafa sent óviðeigandi rafræn skilaboð til samstarfsfólks. Ásakanirnar komu fram fyrir nokkrum vikum síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert