Sádar á eftir City manni

Joao Cancelo í baráttunni á Laugardalsvelli.
Joao Cancelo í baráttunni á Laugardalsvelli. Eyþór Árnason

Sádí arabíska knattspyrnuliðið Al Hilal hefur gert tilboð í Joao Cancelo, varnarmann Manchester City. Portúgalinn hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra meistarana, og hefur verið lánaður frá félaginu undanfarin tvö tímabil.

Félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá tilboðinu í morgunsárið en þjálfari Al Hilal er landi Cancelo, Jorge Jesus. Jesus er að sögn Romano ólmur í að næla í bakvörðinn sem leikið hefur 58 landsleiki fyrir Portúgal.

Cancelo var lykilmaður hjá Manchester City áður en hann missti sæti sitt til Nathan Ake. Undanfarin tvö tímabil hefur Portúgalinn leikið á lánssamningum hjá Bayern München og Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert