Enski knattspyrnumaðurinn Kieran Trippier vill yfirgefa herbúðir Newcastle United áður en félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað í lok mánaðarins.
Hægri bakvörðurinn sér fram á að vera á eftir Tino Livramento í goggunarröðinni á tímabilinu sem er nýhafið og vill Trippier finna sér lið þar sem hann myndi spila regulegar.
BBC Sport greinir frá og nefnir Everton sem mögulegan áfangastað þar sem Trippier myndi hitta fyrir knattspyrnustjórann Sean Dyche. Þeir unnu saman um þriggja ára skeið hjá Burnley.
Trippier spilaði sex af sjö leikjum Englands á EM 2024 í Þýskalandi í sumar, í stöðu vinstri bakvarðar, en missti sæti sitt til Luke Shaw í úrslitaleiknum sem Spánn vann 2:1.