Ekki sáttur við brottreksturinn

Jermaine Jenas.
Jermaine Jenas. AFP/Catherine Ivill

Breska ríkisútvarpið, BBC, rifti samningi Jermaine Jenas í vikunni vegna ásakana um að hann hafi sent samstarfskonu óviðeigandi skilaboð.

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jenas var einn þáttastjórnenda spjallþáttarins The One Show og sparkspekingur hjá Match of the Day, þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar.

Í samtali við útvarpsþáttinn talkSport var hann spurður út í málið.

„Það eru tvær hliðar á öllum málum. Ég mun láta lögmenn mína um þetta. Ég get í rauninni ekki tjáð mig neitt um málið. Eins og þið sjáið eflaust er ég ekki ánægður með þetta.“

Spurður hvort ásakanirnar kæmu honum á óvart sagði Jenas:

„Ég get ekki talað um þetta akkúrat núna. Ég verð bara að láta lögmannsteymið mitt, sem ég býst við að séu að fara yfir málið, um þetta. Þetta er erfitt en ég verð að hlusta á lögmennina mína.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert