Dominic Solanke verður ekki með Tottenham þegar að liðið fær Everton í heimsókn í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á morgun.
Þetta staðfesti Ange Postecoglou stjóri Tottenham á blaðamannafundi í dag.
Solanke meiddst aðeins í fyrsta leik Tottenham á tímabilinu gegn Leicester síðastliðinn mánudag. Þeim leik lauk með jafntefli, 1:1.
Þá verður Rodrigo Bentancur ekki með Tottenham heldur en hann lenti í höfuðmeiðslum gegn Leicester.
Yves Bissouma snýr aftur í hópinn hjá Tottenham en hann var í agabanni í fyrsta leik eftir að myndband birtist af honum vera að anda að sér hlátursgasi.