Sterkur sigur hjá Skyttunum

Arsenal sigraði Aston Villa á Villa Park 2:0 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og en ekki fengið á sig mark.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en á 24. mínútu fékk Ollie Watkins dauðafæri þegar Morgan Rogers pressaði Gabriel og sendi boltann á Watkins sem setti hann framhjá nánast fyrir opnu marki.

Það var meira fjör í þeim síðari en aftur var það Ollie Watkins sem klúðraði dauðafæri á 54. mínútu eftir að hann hirti frákastið frá sláarskoti Amadou Onana en David Raya varði stórkostlega.

Vendipunkturinn var svo þegar Leandro Trossard kom inn á 65. mínútu og skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir góðan undirbúning frá Bukayo Saka og Martin Ödegaard og var það algjörlega gegn gangi leiksins.

Arsenal tók yfir á þessum tímapunkti og kláraði Thomas Partey leikinn með góðu skoti á 77. mínútu en Emi Martinez hefði átt að gera betur í markinu. Frábær sigur hjá Arsenal á erfiðum útivelli.

Aston Villa mætir Leicester City á útivelli í næstu umferð á sama tíma spilar Arsenal við Brighton á heimavelli.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Brighton 2:1 Man. United opna
90. mín. Joao Pedro (Brighton) skorar +5 Dramatík! Adingra fær boltann frá Enciso og á draumasendingu fyrir beint á kollinn á Joao Pedro sem stangar boltann í gagnstætt horn. Vá!

Leiklýsing

Aston Villa 0:2 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið Frábær sigur Arsenal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert