Markaskorari United missti móður sína í gær

Amad Diallo í leiknum í dag.
Amad Diallo í leiknum í dag. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Amad Diallo, markaskorari Manchester United í 2:1 tapinu gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag, missti móður sína í gær.

Diallo fagnaði markinu með því að benda til himna og tileinka því móður sinni. Leikmaðurinn er aðeins 22 ára gamall og bað hann um að spila leikinn, þrátt fyrir áfallið.

Leikmaðurinn ungi er kominn í stórt hlutverk hjá United, eftir að hann nýtti tækifærin vel á síðustu leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert