Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands í knattspyrnu, gerði sig sekan um dýr mistök í leik liðs síns Everton gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Pickford fékk sendingu til baka þegar staðan var 1:0, Tottenham í vil, var allt of lengi að athafna sig með þeim afleiðingum að Son Heung-Min hirti af honum boltann og renndi í autt markið.
Mistök Pickfords má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.