United átt í erfiðleikum með Brighton

Leikmenn Manchester United fagna sigurmarki Joshua Zirkzee gegn Fulham um …
Leikmenn Manchester United fagna sigurmarki Joshua Zirkzee gegn Fulham um síðustu helgi. AFP/Darren Staples

Brighton & Hove Albion og Manchester United eigast við í fyrsta leik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu í dag.

Man. United hefur átt í erfiðleikum gegn Brighton undanfarin ár og hefur tapað sex af 14 leikjum liðanna í sögu úrvalsdeildarinnar.

43 prósent taphlutfall Man. United gegn Brighton er það hæsta hjá Rauðu djöflunum gegn einu liði í 32 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Bæði lið byrjuðu á sigrum í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi; Brighton lagði Everton 3:0 á útivelli og Man. United vann Fulham 1:0 á heimavelli.

Fylgst er með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert