Alisson hafnaði tilboði frá Sádi-Arabíu

Alisson er ánægður í Liverpool.
Alisson er ánægður í Liverpool. AFP/Peter Powell

 Alisson Becker, markvörður Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, afþakkaði tilboð frá liði í Sádi-Arabíu í sumar og er ánægður hjá félaginu.

Hann kom til félagsins frá Roma árið 2018 og var á þeim tíma dýrasti markvörður í heimi. Hann hefur meðal annars unnið ensku deildina, Meistaradeild Evrópu og enskur bikarkeppnina á hans tíma með liðinu.

„Ég vil klára samninginn minn við félagið eða gera nýjan. Mér og fjölskyldu minni líður vel hér,“ sagði Alisson en hann er samningsbundinn Liverpool til 2026.

„Þetta fór aldrei það langt í viðræðum að við fórum að tala um laun eða annað, þetta var bara áhugi. Þegar þú heyrir það sem aðrir eru að fá í laun þá er freistandi að fara, það er eðlilegt,“ sagði Alisson sem hélt hreinu í fyrsta leik Liverpool á tímabilinu í 2:0- sigri lisðins gegn Ipswich.

Næsti leikur Liverpool er gegn Brentford klukkan 15:30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert