Chelsea fór illa með Wolves, 6:2, í 2. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Wolverhampton í dag.
Chelsea er því komið með þrjú stig eftir tvo leiki en Wolves er enn án stiga.
Staðan var 2:2 í hálfleik en Nicolas Jackson kom Chelsea yfir á annarri mínútu, 1:0.
Matheus Cunha jafnaði fyrir Wolves á 27. mínútu, 1:1, en Cole Palmer kom Chelsea aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks, 2:1.
Wolves svaraði strax þar sem Norðmaðurinn Jörgen Strand Larsen jafnaði metin undir blálok fyrri hálfleiksins.
Chelsea gekk á lagið í seinni hálfleik en þá var komið að Noni Madueke. Hann skoraði þrjú mörk í röð, öll eftir sendingu frá Palmer.
Portúgalinn Joao Félix skoraði síðan sjötta mark Chelsea á 80. mínútu eftir sendingu frá samlanda sínum Pedro Neto, 6:2.
Chelsea fær Crystal Palace í heimsókn í næstu umferð en Wolves heimsækir Nottingham Forest.
Bournemouth og Newcastle gerðu þá jafntefli, 1:1, í Bournemouth.
Marcus Tavernier kom Bournemouth yfir í fyrri hálfleik en Anthony Gordon jafnaði metin í þeim seinni.
Bournemouth er með tvö stig eftir tvö jafntefli en Newcastle er með fjögur stig.