Hræðilegur ávani hjá United

João Pedro skorar sigurmark Brighton.
João Pedro skorar sigurmark Brighton. AFP/Glyn Kirk

Síðan Erik ten Hag tók við Manchester United hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta oftar fengið á sig sigurmark í uppbótartíma.

Hollendingurinn er á sínu þriðja tímabili með Manchester-liðið. 

Brasilíumaðurinn João Pedro skoraði sigurmark Brighton gegn United í gær á fimmtu mínútu uppbótartímans. Var það sjötta sigurmarkið sem andstæðingur skorar gegn United í uppbótartíma síðan ten Hag tók við liðinu.

Úrslitin þurfa ekki að koma á óvart því Brighton hefur nú unnið fimm leiki af síðustu sex gegn United.

Danny Welbeck skoraði fyrra mark Brighton og Amad Diallo jafnaði, áður en Pedro skoraði sigurmarkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert