Frábær byrjun Arne Slot í Bítlaborginni

Luis Díaz og Mohamed Salah sáu um Brentford.
Luis Díaz og Mohamed Salah sáu um Brentford. AFP/Darren Staples

Liverpool vann Brentford, 2:0, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Anfield í dag. 

Mörk Liverpool skoruðu Luis Díaz og Mohamed Salah en Liverpool-liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Góð byrjun Arne Slot í Bítlaborginni. Brentford er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. 

Luis Díaz kom Liverpool yfir á 13. mínútu leiksins. Þá fékk hann góða sendingu frá Diogo Jota og keyrði að teig Brentford. Hann smellti síðan boltanum í netið, 1:0. 

Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool-liðsins á 70. mínútu. Þá fékk hann boltann frá Díaz og skoraði af miklu öryggi fram hjá Mark Flekken markverði Brentford, 2:0. 

Liverpool heimsækir Manchester United í næstu umferð en Brentford fær Southampton í heimsókn.

Luis Díaz fagnar marki sínu.
Luis Díaz fagnar marki sínu. AFP/Darren Staples
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 3:1 Vestri opna
90. mín. Patrick Pedersen (Valur) skorar Lúkas Logi á sendingu inn á Patrick Pedersen sem sleppur einn í gegn hægra megin og klárar vel.
ÍA 0:0 Breiðablik opna
45. mín. Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) fær gult spjald Stöðva skyndisókn.
Fram 1:1 KA opna
45. mín. Hálfleikur Liðin skilja jöfn þegar flautað er til hálfleiks

Leiklýsing

Liverpool 2:0 Brentford opna loka
90. mín. Wataru Endo (Liverpool) kemur inn á +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert