Mark tekið af undir lokin (myndskeið)

Bournemouth og Newcastle gerðu jafntefli, 1:1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á heimavelli Bournemouth í dag. 

Marcus Tavernier kom Bournemouth yfir en Anthony Gordon jafnaði metin í seinni hálfleik. 

Dango Ouattara hélt að hann hafði skorað sigurmarkið undir blálok leiks þegar að hann axlaði boltann í netið og leikmenn sem og stuðningsmenn Bournemouth fögnuðu vel. 

Í VAR-sjánni var markið hins vegar dæmt af vegna hendi. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert