Nýliðanir styrkja sig

Dara O´Shea.
Dara O´Shea. Ljósmynd/Ipswich

Ipswich Town, nýliðar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, tilkynntu í dag miðjumanninn Dara O´Shea sem kemur til liðsins frá Burnley.

O´Shea gerir fimm ára samning við félagið en hann var lykilleikmaður Burnley sem féll niður í B-deild á síðasta tímabili.

Hann er 11 leikmaður sem gengur til liðs við nýliðana í sumar og annar sem kemur frá Burnley en markvörðurinn Arijanet Muric kom til liðsins fyrr í sumar.

O´Shea er 25 ára og gekk til liðs við Burnley fyrir síðasta tímabil eftir að liðið komst upp í úrvalsdeild og skoraði fögur mörk í 35 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka