„Síðast skoraði Hemmi Hreiðars og sendi City niður“

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Hermann Hreiðarsson skoraði fyrir Ipswich gegn Manchester City síðast þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Liðin mættust aftur um helgina en Ipswich er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. 

Fyrir 24 árum mættust liðin í úrvalsdeildinni á gamla velli Manchester City, Maine Road, en þá skoraði Hermann Hreiðarsson. 

Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport og fóru þau yfir markið hans Hermanns. 

„Segjum að þetta sé sigurmarkið. Þetta var annað markið og Ipswich vann,“ sagði Tómas.

„Þeir sendu City niður. Manchester City féll. Þetta er aðeins búið að breytast á 24 árum,“ bætti Bjarni við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert