Aðeins Patrice Evra fyrir ofan

Virgil van Dijk er fyrirliði Liverpool.
Virgil van Dijk er fyrirliði Liverpool. AFP/Peter Powell

Hollendingurinn Virgil van Dijk lék sinn hundraðasta leik fyrir Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. 

Liverpool vann Brentford, 2:0, og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 

Van Dijk hefur því unnið 82 af þeim 100 leikjum sem hann hefur spilað á Anfield í deildinni. Þá hefur hann aðeins tapað tveimur. 

Aðeins Frakkinn Patrice Evra, sem var á sínum tíma bakvörður Manchester United, safnaði fleiri stigum í fyrstu 100 leikjum sínum á heimavelli í sögu deildarinnar. Evra safnaði 263 stigum en van Dijk 262. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert