Danski knattspyrnumaðurinn Matt O'Riley er genginn til liðs við Brighton.
O'Riley kemur til Brighton frá Celtic í Skotlandi en enska félagið greiðir yfir 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.
O'Riley ólst upp á Englandi og lék fyrir yngri landslið Englands. Móðir hans er hins vegar dönsk og ákvað hann að spila fyrir danska landsliðið.
Daninn skoraði 19 mörk og lagði 18 upp með Celtic á síðustu leiktíð.