Frá Englandsmeisturunum til Ítalíu

Maximo Perroni í leik með City gegn Barcelona á undirbúningstímabilinu.
Maximo Perroni í leik með City gegn Barcelona á undirbúningstímabilinu. AFP/Rich Storry

Argentínumaðurinn Maximo Perrone er kominn til Como á Ítalíu að láni frá Englandsmeisturum Manchester City.

Perrone, sem er 21 árs, lék með City á undirbúningstímabilinu og skoraði í tapi gegn skoska liðinu Celtic í síðasta mánuði.

City keypti leikmanninn frá Velez Sarsfield í heimalandinu í janúar á síðasta ári og hefur hann leikið tvo keppnisleiki fyrir City.

Knattspyrnumaðurinn var að láni hjá Las Palmas á Spáni á síðustu leiktíð og lék 30 leiki í öllum keppnum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert