Magnaður árangur Arsenal á útivelli

Mikel Arteta á hliðarlínunni gegn Aston Villa um helgina.
Mikel Arteta á hliðarlínunni gegn Aston Villa um helgina. AFP/Adrian Dennis

Tölfræði Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu árið 2024 er vægast sagt frábær.

Arsenal vann Aston Villa, 2:0, á Villa Park síðustu helgi og er með fullt hús stiga.

Liðið hefur spilað tíu leiki á útivelli á árinu og unnið níu þeirra og gert eitt jafntefli, gegn Manchester City. 

Enn fremur hefur Arsenal-liðið skorað 30 mörk í þessum tíu leikjum, eða þrjú mörk að meðaltali í leik, og aðeins fengið á sig þrjú mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert