Arsenal selur unglingalandsliðsmann til Spánar

Charlie Patino er kominn til Deportivo La Coruna.
Charlie Patino er kominn til Deportivo La Coruna. Ljósmynd/Arsenal

Enski knattspyrnumaðurinn Charlie Patino hefur yfirgefið herbúðir Arsenal og gert fjögurra ára samning við Deportivo La Coruna.

Spænska félagið greiðir um eina milljón punda fyrir miðjumanninn tvítuga. Hann hefur verið að láni hjá Blackpool og Swansea í B-deildinni undanfarin tvö tímabil og átti eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Deportivo leikur í næstefstu deild Spánar og er stigalaust eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Patino lék tvo bikarleiki með Arsenal en aldrei deildarleik. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert