Mikill munur á Slot og Klopp (myndskeið)

Hollenski knattspyrnustjórinn Arne Slot hjá Liverpool er töluvert rólegri en forveri sinn Jürgen Klopp.

Liverpool hefur farið vel af stað undir stjórn Slots og unnið báða leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta án þess að fá á sig mark. Liðið vann Ipswich í fyrstu umferðinni, 2:0, og Brentford með sömu markatölu um liðna helgi.

Luis Díaz og Mo Salah gerðu mörk Liverpool gegn Brentford og eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði var Slot fremur rólegur á hliðarlínunni, ólíkt Klopp sem var vægast sagt líflegur og fagnaði mörkum af mikilli ákefð.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert