Spænski landsliðsmaðurinn kominn til Arsenal

Mikel Merino er kominn til Arsenal frá Real Sociedad.
Mikel Merino er kominn til Arsenal frá Real Sociedad. Ljósmynd/Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur gengið frá kaupum á spænska miðjumanninum Mikel Merino frá Real Sociedad fyrir 31,6 milljónir punda.

Hinn 28 ára gamli Merino gerir þriggja ára samning við Lundúnafélagið. Merino lék alla leiki Spánverja á EM er liðið varð Evrópumeistari í sumar. Skoraði hann sigurmark í framlengingu gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum.

Merino er þriðji leikmaðurinn sem Arsenal fær í sumar á eftir þeim Riccardo Calafiori og David Raya. Merino hefur verið í herbúðum Sociedad frá 2018 en var hjá Newcastle þar áður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert