Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Ferdi Kadioglu er genginn til liðs við Brighton frá Fenerbahce í heimalandinu.
Kadioglu er bakvörður en hann er orðinn dýrasti leikmaður til að vera keyptur frá Tyrklandi, þó að nákvæmt kaupverð sé ekki vitað.
Áður fyrr var Sacha Boey dýrasti leikmaðurinn til að vera seldur frá Tyrklandi en Bayern München keypti hann á 25 milljónir punda.
Kadioglu er 24 ára gamall en hann hefur spilað 20 landsleiki fyrir Tyrkland. Hann ólst upp í Hollandi og lék fyrir öll yngri landslið þarlendis en ákvað að spila fyrir Tyrkland.