Fær fimmtán sinnum hærri laun í Sádi-Arabíu

Ivan Toney með enska landsliðinu á EM í Þýskalandi.
Ivan Toney með enska landsliðinu á EM í Þýskalandi. AFP

Knattspyrnumaðurinn Ivan Toney er að ganga til liðs við Al-Ahli í efstu deild Sádi-Arabíu.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Toney, sem er 28 ára gamall, er samningsbundinn Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Orðaður við Arsenal og Chelsea

Hann hefur verið sterklega orðaður við bæði Arsenal og Chelsea í allt sumar en nú virðist hann vera á leið til Sádi-Arabíu þar sem hann mun þéna í kringum 17 milljónir punda á ári yfir þriggja ára tímabil.

Toney er með 21.000 pund á viku í laun hjá Brentford, tæplega fjórar milljónir íslenskra króna, en í Sádi-Arabíu fengi hann 327.000 pund á viku, tæplega 60 milljónir íslenskra króna.

Sky Sports greinir einnig frá því að Chelsea hafi ekki gefist upp á því að fá framherjinn en Brentford vill fá í kringum 50 milljónir punda fyrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert