Fyrsti keppnisleikur Hákons á Englandi

Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hákon Rafn Valdimarsson er í markinu þegar að Brentford heimsækir D-deildarliðið Colchester United í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld. 

Þetta er fyrsti keppnisleikur Hákons fyrir Brentford en hann hefur verið varamarkvörður Hollendingsins Mark Flekken í upphafi tímabils. 

Hákon gekk í raðir Brentford í janúar í fyrra eftir að hafa verið frábær hjá Elfsborg í Svíþjóð. Þá er hann aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. 

Leikurinn hefst klukkan 18.45. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert