Í viðræðum við Manchester United

Jadon Sancho.
Jadon Sancho. AFP/Grant Halverson

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho gæti yfirgefið enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United áður en félagaskiptaglugganum verður lokað þann 30. ágúst.

Ítalski félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að forráðamenn Juventus og Chelsea séu í viðræðum við United um enska sóknarmanninn.

Sancho, sem er 24 ára gamall, virðist ekki eiga mikla framtíð hjá félaginu en hann lenti upp á kant við Erik ten Hag, stjóra liðsins, á síðustu leiktíð.

Alls á Sancho að baki 83 leiki fyrir United þar sem hann hefur skorað 12 mörk og lagt upp önnur sex til viðbótar en þýsku stórliðin Bayern München og Borussia Dortmund hafa einnig áhuga á sóknarmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert