Ipswich tapaði fyrir D-deildarliði

Ipswich mátti þola tap fyrir D-deildarliði.
Ipswich mátti þola tap fyrir D-deildarliði. AFP/Henry Nicholls

Wimbledon er komið áfram í 3. umferð enska deildabikars karla í knattspyrnu eftir sigur á úrvalsdeildarliðinu Ipswich í vítaspyrnukeppni í Lundúnum i kvöld. 

Leik lauk 2:2 eftir venjulegan leiktíma en Ali Al Hamadi kom Ipswich snemma yfir. 

Undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Omar Bugiel metin fyrir Wimbledon en á 56. mínútu kom Matthew Stevens D-deildarliðinu yfir. 

Ipswich jafnaði hins vegar undir lok leiks þökk sé Conor Chaplin. Venjulegur leiktími rann út og því þurfti vítaspyrnukeppni.

Þar voru heimamenn sterkari og unnu 4:2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka