Landsliðsmarkvörðurinn á förum frá Arsenal

Aaron Ramsdale er á förum frá Arsenal.
Aaron Ramsdale er á förum frá Arsenal. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnumarkvörðurinn Aaron Ramsdale er á förum frá Arsenal en hann mun ganga til liðs við Southampton. 

SkySports greinir frá en Southampton mun greiða Arsenal 18 milljónir punda fyrir markvörðinn en auk þess gætu sjö milljónir bæst við með árangurstengdum greiðslum. 

Ramsdale gekk í raðir Arsenal sumarið 2021 og var aðalmarkvörður liðsins í tvö ár. Eftir að David Raya kom til félagsins missti hann hins vegar markvarðastöðuna sína. 

Ramsdale hefur lengi vel verið varamarkvörður Englands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert