Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman syrpu af leikmönnum sem hafa skipt um lið á gluggadegi og reynst góð kaup. Stór nöfn á borð við Wayne Rooney, Sadio Mane og Cristiano Ronaldo koma við sögu.
Þekkt er að leikmenn skipti um lið á lokadegi félagaskiptagluggans og oft er talað um slík vistaskipti sem panik kaup liða.
Í myndskeiðinu að ofan má sjá leikmenn sem gerðu góða hluti með nýju liðunum sínum eftir að hafa skrifað undir samning á gluggadegi en slíkur dagur er einmitt á morgun, föstudaginn 31. ágúst, þegar glugganum á Englandi og víðar verður lokað seint um kvöldið.