Líkti dvölinni hjá enska félaginu við fangelsisvist

Neal Maupay skoraði sigurmark Everton gegn West Ham í dag.
Neal Maupay skoraði sigurmark Everton gegn West Ham í dag. AFP/Oli Scarff

Franski knattspyrnumaðurinn Neal Maupay er á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Maupay, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Everton frá Brighton árið 2022.

Sóknarmaðurinn er að ganga til liðs við Marseille í heimalandinu en hann mun leika á láni með liðinu út tímabilið og franska félagið þarf svo að kaupa hann næsta sumar.

Maupay náði sér aldrei á strik í Bítlaborginni og skoraði einungis eitt mark í 32 leikjum með Everton en hann birti áhugaverða færslu á samfélagsmiðlinum X í kjölfarið á félagaskiptunum.

Í færslunni birti hann myndbrot úr bíómyndinni Shawshank Redemption þar sem aðalsögupersóna myndarinnar, Andy Dufresne, er nýbúinn að strjúka úr fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert