Miklar breytingar á enska landsliðshópnum

Lee Carsley, þjálfari enska liðsins, fyrir miðju.
Lee Carsley, þjálfari enska liðsins, fyrir miðju. AFP/Justin Tallis

Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag fyrsta landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni Englands í Þjóðadeildinni en alls eru fjórir nýliðar í hópnum.

England mætir Heimi Hallgrímsson og lærisveinum hans í írska landsliðinu, hinn 7. september í Dublin og loks Finnlandi á Wembley, 10. september.

Angel Gomes, sóknarmaður Lille í Frakklandi, Tino Livramento, varnarmaður Newcastle, Morgan Gibbs-White, miðjumaður Nottingham Forest, og Noni Madueke, sóknarmaður Chelsea, eru allir nýliðar í hópnum.

Þá eru þeir Ivan Toney, Kyle Walker, Aaron Ramsdale, Marcus Rashford, Luke Shaw og Jude Bellingham allir fjarverandi en tveir síðastnefndu eru að glíma við meiðsli.

Landsliðshópur Englands:

Markverðir:

Varnarmenn:


Miðjumenn:


Sóknarmenn: 
Jarrod Bowen, West Ham
Eberechi Eze, Crystal Palace
Jack Grealish, Manchester City
Anthony Gordon, Newcastle United
Harry Kane, Bayern Munich
Noni Madueke, Chelsea
Bukayo Saka, Arsenal
Ollie Watkins, Aston Villa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert