Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.
Enska félagið tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag en Chiesa, sem er 26 ára gamall, skrifað undir fjögurra ára samning á Anfield.
Liverpool borgaði Juventus í kringum 10 milljónir punda fyrir ítalska landsliðsmanninn og er hann annar leikmaðurinn sem Arne Slot fær til félagsins í sumar.
Chiesa, sem hefur leikið með Fiorentina og Juventus í heimalandinu, á að baki 235 leiki í ítölsku A-deildinni þar sem hann hefur skorað 47 mörk og lagt upp önnur 43 til viðbótar.
Þá á hann að baki 51 A-landsleik fyrir Ítalíu þar sem hann hefur skorað sjö mörk.