Framherjarnir Ivan Toney og Victor Osimhen eru á leiðinni til Al Ahli í Sádi-Arabíu. Enska félagið Chelsea hafði áhuga á þeim báðum, en þeir verða væntanlega orðnir leikmenn sádiarabíska félagsins síðar í dag.
Sky sports greinir frá að Al Ahli greiði Brentford 40 milljónir punda fyrir Toney og Napólí 67,3 milljónir punda fyrir Osimhen.
Gangast þeir báðir undir læknisskoðun í dag og skrifa síðan undir samning við nýja félagið sitt, ef allt fer vel.
Munu þeir fá himinhá laun hjá Al Ahli, mun hærri en það sem Chelsea gat boðið.