Sterling verður leikmaður Arsenal

Raheem Sterling er á leiðinni til Arsenal.
Raheem Sterling er á leiðinni til Arsenal. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling er á leiðinni til Arsenal frá Chelsea á lánssamningi út tímabilið. 

Enskir miðlar greiða frá en hann er um þessar mundir að gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal. Þá er ekki krafa um að Arsenal kaupi Sterling eftir tímabilið í samningnum. 

Sterling hefur ekki staðið undir vænt­ing­um á Stam­ford Bridge en hjá City var Sterl­ing upp á sitt besta á meðan Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var aðstoðarmaður Pep Guar­di­ola, stjóra City. 

Arteta og Sterl­ing náðu vel sam­an en á blaðamanna­fundi fyr­ir leik­inn gegn Ast­on Villa síðustu helgi var Arteta spurður út í Sterl­ing og hvort að Arsenal hefði áhuga á hon­um. 

„Við Sterl­ing mynduðum mjög sterkt sam­band sam­an. Hann var ótrú­leg­ur leikmaður þá og kenndi mér margt. Ég ber mjög sterk­ar til­finn­ing­ar til hans,“ sagði Arteta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert