Negldi boltanum upp í skeytin (myndskeið)

Frakkinn Jean-Ricner Bellegarde skoraði glæsilegt mark er hann jafnaði í 1:1 fyrir Wolves á útivelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Chris Wood kom Forest yfir á 10. mínútu en Bellegarde jafnaði strax í næstu sókn er hann negldi boltanum upp í skeytin utan teigs.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka