Arsenal og Brighton skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Kai Havertz kom Arsenal yfir undir lok fyrri hálfleiks og voru Arsenal-menn í góðri stöðu í leikhléi.
Það breyttist eftir tæpar fimm mínútur í seinni hálfleik þegar Declan Rice fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu síðar jafnaði Joao Pedro. Þrátt fyrir færi báðum megin urðu mörkin ekki fleiri.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.