Skoraði með fyrstu snertingunni (myndskeið)

Jhon Durán átti glæsilega innkomu inn í lið Aston Villa er liðið lagði Leicester, 2:1, í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Durán kom inn á í stöðunni 1:0 fyrir Aston Villa og skoraði með sinni fyrstu snertingu er hann skallaði boltann glæsilega í netið.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert