Tíu Arsenal-menn náðu í stig

Riccardo Calafiori og Julio Enciso eigast við í dag.
Riccardo Calafiori og Julio Enciso eigast við í dag. AFP/Benjamin Cremel

Arsenal og Brighton skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Eru bæði lið eflaust svekkt með úrslitin, en þau eru nú með sjö stig og ósigruð eftir þrjá leiki.

Liðunum gekk illa að skapa sér opin færi í fyrri hálfleik, allt þar til Kai Havertz kom Arsenal yfir á 39. mínútu er hann slapp í gegn eftir sendingu frá Bukayo Saka og lyfti boltanum yfir Bart Verbruggen í marki Brighton og í netið.

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Arsenal fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn.

Bukayo Saka í baráttunni í dag.
Bukayo Saka í baráttunni í dag. AFP/Benjamin Cremel

Á 49. mínútu dró til tíðinda. Declan Rice fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að pota boltanum í burtu þegar Brighton átti aukaspyrnu. Joel Veltman hjá Brighton sparkaði Rice óvart niður í atvikinu og slapp með refsingu. Rice var ekki svo heppinn, sparkaður niður og rautt spjald.

Átta mínútum eftir atvikið jafnaði Joao Pedro er hann fylgdi á eftir þegar David Raya í marki Arsenal varði vel frá Yankuba Miteh.

Þrátt fyrir liðsmuninn fékk Arsenal tvö góð færi til að skora sigurmarkið en Verbruggen varði einu sinni mjög vel frá Kai Havertz og síðan Bukayo Saka. Hinum megin gekk Brighton illa að reyna mikið á Raya og skiptu liðin því með sér stigunum.

Arsenal 1:1 Brighton opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma. Fáum við sigurmark?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert