Knattspyrnumaðurinn Nicolas Jackson framlengdi samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea til 2033.
Jackson er 23 ára framherji og hefur staðið sig vel í fyrstu leikjum tímabilsins en hann hefur skorað tvö mörk og lagt eitt upp í þremur leikjum á tímabilinu hingað til.
Hann gekk til liðs við Chelsea frá Villarreal sumarið 2023 og skrifaði þá undir átta ára samning, til 2031.
Hann skoraði 14 mörk á síðasta tímabili þegar Chelsea lenti í sjötta sæti í deildinni. Á þessu tímabili hefur Chelsea unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli.