Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Grimsby Town í gær í í 2:1-sigri Grimsby gegn Bradford.
Markið kom eftir frábært spil hjá liðinu og Jason setti svo boltann í netið af stuttu færi.
🗣️ "What a good goal."
— Grimsby Town F.C. (@officialgtfc) September 1, 2024
👏 From Jordan to Jason, a great move capped off by a cool finish from Svanthorsson for his first for the club yesterday!#GTFC pic.twitter.com/gzLNtnaYwF
Hann fór í viðtal á samfélagsmiðlum Grimsby eftir leikinn þar sem hann fór yfir leikinn og markið.
„Ég man að ég var að bíða eftir boltanum, tók svo eina snertingu og setti boltann í hornið og datt, veit ekki hvernig það gerðist.
Það er mjög góð tilfinning að skora fyrsta markið. Ég átti að skora þrjú mörk svo það var mjög gott að ná að skora.
Ég elska að spila á þessum velli, stuðningsmennirnir eru frábærir. Liðið spilaði góðan fótbolta og við erum sáttir með þrjú stig,“ sagði Jason.
🎥 We caught up with Jason after he opened his account for the season in our 2-1 win over Bradford!#GTFC pic.twitter.com/adUpUyicu8
— Grimsby Town F.C. (@officialgtfc) September 1, 2024