Arsenal hafnaði tilboðinu fljótt

Leandro Trossard er ekki að fara neitt.
Leandro Trossard er ekki að fara neitt. AFP/Charly Triballeau

Arsenal var ekki lengi að hafna tilboði Al-Ittihad í belgíska knattspyrnumanninn Leandro Trossard. 

Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu bauð 35 milljónir evra í leikmanninn en sumarglugginn er enn opinn í Sádi-Arabíu. 

Trossard hefur verið í stóru hlutverki hjá Arsenal síðan hann kom í janúar í fyrra og virðist ætla vera engin breyting á því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert